Hraðlest til Keflavíkur „hið besta mál“

Borgarbúar eru jákvæðir í garð hugmynda um hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkur ef marka má ummæli þeirra sem sleiktu sólina í miðborginni í dag. Töldu viðmælendur verkefnið spennandi og töldu sumir það haldast eðlilega í hendur við aukinn straum ferðamanna til landsins. Flestir sögðust myndu nota lestarsamgöngurnar kæmu þær til, en töldu þó að verkefnið gæti orðið nokkuð kostnaðarsamt.

Skýrsla um mat á hag­kvæmni og raun­hæfni hraðlest­ar var kynnt á blaðamanna­fundi í gær, en þar kom m.a. fram að stofnkostnaður yrði yfir 100 milljarðar króna. Gert var ráð fyrir að árlegur farþegafjöldi yrði um fjórar milljónir og líkur leiddar að því að verkefnið gæti orðið arðbært sem einkaframkvæmd.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði í gær að niðurstöður skýrslunnar kæmu sér nokkuð á óvart. Borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson var jákvæður í garð hennar og sagði slíka lest falla mjög vel að hug­mynd­um borgarstjórnar í skipu­lags­mál­um.

Frétt mbl.is: Stofnkostnaður hraðlestar 100 milljarðar

Frétt mbl.is: Kom stjórnvöldum á óvart

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert