Mikil spurn eftir hindberjum og kirsuberjum

Hindber og kirsuber eru ræktuð hér á landi með ágætum …
Hindber og kirsuber eru ræktuð hér á landi með ágætum árangri. Ljósmynd/Sölufélag garðyrkjumanna

Unnendur ávaxta á borð við hindber og kirsuber geta nú tekið gleði sína því hægt er að fá íslensk ber frá hérlendum garðyrkjubændum.

Íslensk hindber hafa verið í ræktun í um þrjú ár í garðyrkjustöðinni Kvistum í Reykholti í Biskupstungum. Eftirspurnin hefur verið mikil en tíðarfarið í sumar gæti þó sett strik í reikninginn, að því er fram kemur í umfjöllun um ávaxtaræktunina í Morgunblaðinu í dag.

Nú bætist enn við framboðið því á annarri garðyrkjustöð, Engi í Laugarási, eru ræktuð kirsuber og er útlit fyrir afbragðsuppskeru í sumar. Berin hjá Engi eru aðallega seld á grænmetismarkaði stöðvarinnar.

Hindberjatré í gróðrarstöðinni Kvistum
Hindberjatré í gróðrarstöðinni Kvistum Ljósmynd/Sölufélag garðyrkjumann
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert