Varaaflsstöð í gagnið í haust

Öryggi í orkumálum Vestfjarða eykst með Bolungarvíkurstöð.
Öryggi í orkumálum Vestfjarða eykst með Bolungarvíkurstöð. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Framkvæmdir er nú í fullum gangi við byggingu varaaflsstöðvar Landsnets í Bolungarvík.

Dísilvélunum sex sem þar verða til taks var á dögunum komið fyrir í húsinu hvar þær verða settar upp og tengdar í sumar. Hver vél getur framleitt 1,8 MW og verður framleiðslugeta stöðvarinnar í Bolungarvík því tæplega 11 MW þegar hún verður komin í gagnið í nóvember næstkomandi.

Með þessu á að koma í veg fyrir að Vestfirðir fari úr sambandi og þar verði altækt rafmagnsleysi, eins og gerðist í grimmu vetraráhlaupi fyrir um hálfu öðru ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert