„Allir eiga fótboltaspil“

Mikið æði fyrir fótboltaspilum hefur gripið um sig meðal yngstu kynslóðar knattspyrnuiðkenda samhliða heimsmeistarakeppninni í Brasilíu. Viðmælendur mbl.is úr knattspyrnuskóla Fram eru sammála um að flestallir í kringum sig séu að safna og „bítta“ spjöldum af sínum fyrirmyndum í íþróttinni. 

Spilin eru keypt saman í ýmsum pökkum og eru skiptar skoðanir um hver þeirra eru best og flottust. Það var ekki síður umdeilt meðal viðmælenda hvort hér væri um kostnaðarsamt áhugamál að ræða eður ei.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert