Ásókn er í atvinnuhúsnæði

Suðurlandsbraut 8 er lengst til vinstri á myndinni. Byggt verður …
Suðurlandsbraut 8 er lengst til vinstri á myndinni. Byggt verður ofan á húsið og það stækkað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði miðsvæðis í Reykjavík hefur aukist mikið og stefnir í að þar verði senn skortur á atvinnuhúsnæði.

Þetta er mat Garðars Hannesar Friðjónssonar, forstjóra Eikar, en félagið undirbýr byggingu 5-6 hæða atvinnuhúsnæðis á Suðurlandsbraut.

Offramboð var af atvinnuhúsnæði eftir efnahagshrunið og er eftirspurnin nú enn ein vísbendingin um að slakinn í hagkerfinu sé að hverfa. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Garðar styttast í að það svari kostnaði að byggja nýtt atvinnuhúsnæði miðsvæðis í Reykjavík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert