Draga úr eitrun gegn skógarkerfli

Í Eyjafjarðarsveit. Ljósgrænar breiður sem þessar hafa orðið meira áberandi.
Í Eyjafjarðarsveit. Ljósgrænar breiður sem þessar hafa orðið meira áberandi. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Jurtin skógarkerfill er orðin mjög útbreidd í Eyjafjarðarsveit. Undanfarin ár hefur verið brugðið á það ráð að beita plöntueitrinu Roundup gegn kerflinum en nú hefur verið ákveðið að draga úr eitruninni vegna umhverfissjónarmiða.

Að sögn Brynhildar Bjarnadóttur, náttúrufræðings og fyrrverandi formanns umhverfisnefndar Eyjafjarðarsveitar, sýna nýlegar rannsóknir að Roundup hefur óæskileg áhrif á vistkerfið.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að ekki liggi fyrir hvaða úrræðum verður nú beitt gegn skógarkerflinum í Eyjafjarðarsveit en nokkrir kostir komi til greina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert