Fjöldi viðburða á Einni með öllu

Frá Einni með öllu.
Frá Einni með öllu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Nú er undirbúningur fyrir fjölskylduhátíðina Ein með öllu 2014 kominn vel af stað. Eins og fyrri ár verður hátíðin haldin á Akureyri um verslunarmannahelgina. 

Ýmsir dagskrárliðir hafa fest sig í sessi, s.s. Fimmtudagsfílingur í göngugötunni með N4, kirkjutröppuhlaupið, óskalagatónleikar í Akureyrarkirkju, góðgerðaruppboð á muffins í Lystigarðinum (Mömmur og Muffins), hið eina sanna 80´s Dynheimaball, Leikhópurinn Lotta, Ævintýraland að Hömrum, siglingar á Pollinum, tívolí og svo mætti áfram telja.

Á sunnudagskvöld eru svo tónleikar og flugeldasýning að vanda.

Það eru Vinir Akureyrar sem standa að hátíðinni í samvinnu við Akureyrarbæ.

Allar nánari upplýsingar og dagskrána í heild má finna á einmedollu.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert