Fjölskyldan gaf skýrslu í morgun

Tækið Inferno í skemmtigarðinum Terra Mítica snýr fólki í hringi …
Tækið Inferno í skemmtigarðinum Terra Mítica snýr fólki í hringi um leið og það fer eftir braut á um 60 km hraða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölskylda íslenska piltsins sem lést í skemmtigarði á Benidorm síðdegis á mánudag gaf skýrslu fyrir dómara í morgun. Spænskir fjölmiðlar greina frá því að um hafi verið að ræða föður piltsins og systkini sem voru með í för í garðinum. Þá hafa birst frásagnir vitna af atburðinum í spænskum miðlum.

Fréttamiðillinn Informacíon greinir frá því að fjölskyldan unga mannsins, Andra Freys Sveinssonar, hafi augljóslega verið í miklu uppnámi þegar hún mætti til dómhússins. Með þeim í för var ræðismaður Íslands á svæðinu, Juan José Campus, en hann hefur aðstoðað fjölskylduna eftir föngum síðan á mánudag.

Rannsókn slyssins er í fullum gangi og hafa skýrslur verið teknar af vitnum að slysinu, og fleiri skýrslutökur séu fyrirhugaðar. Einnig verður farið yfir myndbandsupptökur úr garðinum og rússíbaninn tekinn til gagngerrar skoðunar.

Joaquín Valera, framkvæmdastjóri skemmtigarðsins, segir öruggt að mannleg mistök hafi ekki átt þátt í slysinu. Ekki sé hægt að ræsa rússíbanann nema öryggisbelti séu kyrfilega fest. Þá sé ómögulegt að losa sig á meðan ferðinni stendur.

Þá greinir El Mundo frá frásögnum vitna í skemmtigarðinum og kemur þar hjá einu þeirra að það hafi fylgst með því þegar öryggisbelti sem Andri Freyr var í losnaði á meðan rússíbaninn Inferno var á fullri ferð. Hann hafi þó um leið kastast úr tækinu og lent harkalega á stéttinni. 

Farþeg­ar Inferno eru skorðaðir með ör­ygg­is­grind yfir axl­irn­ar sem ör­ygg­is­belti er síðan smellt utan um.

Sjá fyrri frétt­ir mbl.is:

Pilturinn sem lést á Spáni

„Fyrir mér var þetta versta tækið“

Sams­kon­ar rúss­í­bön­um lokað

„Fólk er skelkað yfir þessu“

Pilt­ur­inn sem lést var ís­lensk­ur

Íslensk­ur pilt­ur sagður lát­inn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert