Þrír umsækjendur í Seljasókn

Seljakirkja Þrír sóttu um prestsembættið.
Seljakirkja Þrír sóttu um prestsembættið. mbl.is/Jim Smart

Þrír hafa sótt um embætti sóknarprests í Seljaprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.

Áður höfðu sjö sótt um embættið, þar af tvær konur. Valnefnd mælti þá með því að Ólafur Jóhann Borgþórsson, sem starfað hefur sem prestur við kirkjuna, fengi embættið.

Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, gat ekki fallist á tillöguna, að ef hún gerði það væri hún að brjóta jafnréttislög. Í kjölfarið var ákveðið að auglýsa embættið að nýju. Í gær var tilkynnt um að þrír hefðu sótt um embættið, Fritz Már Berndsen Jörgensson, guðfræðingur, séra Hans Markús Hafsteinsson Isaksen og séra Ólafur Jóhann Borgþórsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert