Búa sig undir barnasprengingu

Það er von á 320 börnum í heiminn á höfuðborgarsvæðinu …
Það er von á 320 börnum í heiminn á höfuðborgarsvæðinu í næsta mánuði. Kristinn Ingvarsson

Búist er við 320 fæðingum á höfuðborgarsvæðinu í ágúst, sem er talsvert yfir meðaltali. Í meðalmánuði fæðast um 270 börn, eða átta til níu á hverjum sólarhring. Í starfsemisupplýsingum Landspítalans fyrir fyrstu fimm mánuði ársins kemur fram að á því tímabili fæddust 1.274 börn á sjúkrahúsinu. Það er fækkun um 4,4% frá sama tímabili í fyrra .

Vegna þessa gæti sú staða komið upp að ekki yrðu nægilega margar fæðingarstofur fyrir allar fæðandi konur á fæðingarvakt Landspítalans. Til að bregðast við því er komið upp bráðabirgðastofum á öðrum deildum.

Þetta segir Anna Sigríður Vernharðsdóttir, yfirljósmóðir á fæðingarvaktinni í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Anna Sigríður segir að hægt sé að stýra álaginu að hluta til.

„Það eru ekki alltaf allar konur hjá okkur í aktívri fæðingu og sumu getum við stýrt. Á hverjum sólarhring eru t.d. framkallaðar 3-4 fæðingar og við stýrum hvenær þær fara af stað. Þannig getum við forgangsraðað vinnunni okkar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert