Eiga við mann uppi á þaki

Lögregla höfuðborgarsvæðisins og sérsveit ríkislögreglustjóra er með mikinn viðbúnað við Vagnhöfða í Reykjavík en þar er maður uppi á þaki húsnæðis verkstæðis og hrópar að þeim ókvæðisorð. Blaðamaður mbl.is á vettvangi segir að lögreglan sé að eiga við manninn en óttast er að hann fleygi sér fram af.

Fjórir til fimm lögreglubílar eru á vettvangi og víkingasveitin. Lögregla hefur lokað af götum vegna málsins.

Uppfært kl. 16:39: Maðurinn er enn uppi á þaki en virðist hafa róast nokkuð, en hann hrópaði m.a. að lögreglu að fara út úr húsinu, en nokkrir lögreglumenn fóru inn í húsið, þar sem eru brotnar rúður. Lögregla hefur sig hæga á staðnum að öðru leyti en því að reyna að tala manninn til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert