„Finnst við vera milljónamæringar“

Af hverju er dýrt að fara út að borða en hægt að skoða fossana án þess að borga í stæðin? Þessu eru breskir ferðamenn, sem mbl.is ræddi við, að velta fyrir sér. Verðlagið hér á landi hefur verið mikið rætt að undanförnu og hefur því jafnvel verið haldið fram að gullæði hafi gripið um sig með auknum fjölda ferðamanna sem leggja leið sína til landsins.

mbl.is fór á stúfana og ræddi við nokkra ferðamenn um verðlagið og hvort ferðamenn væru orðnir of margir. Þeir finnsku, dönsku og bresku ferðalangar sem sátu fyrir svörum eru nokkuð sammála um að verðlagið sé ekkert til að gera veður út af og einhverjir voru jafnvel hissa á því hversu fáir ferðamenn væru á ferli. 

Frétt mbl.is: Ferðalag til Íslands kostar milljón

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert