Flutningaskipið enn kyrrsett

Flutningaskipið UTA var kyrrsett vegna óuppgerðra skulda þýsks eiganda skipsins, …
Flutningaskipið UTA var kyrrsett vegna óuppgerðra skulda þýsks eiganda skipsins, en beðið er eftir að málið leysist ytra. Ljósmynd/Sigurður Aðalsteinsson

Erlenda flutningaskipið UTA hefur nú verið kyrrsett í 23 daga í Reyðarfjarðarhöfn, en sýslumaðurinn á Eskifirði kyrrsetti skipið vegna óuppgerðra skulda þýsks eiganda þess.

Karl Harðarson, framkvæmdastjóri Thorship, segir í Morgunblaðinu í dag, að beðið sé eftir að málið leysist ytra.

„Ekki hefur verið fækkað í áhöfn skipsins en ef það verður kyrrsett í langan tíma gæti rekstraraðilinn ákveðið að færa starfsmenn annað. Málið er núna í farvegi hjá yfirvöldum í Þýskalandi, þar sem eigandinn er, og beðið er eftir að málið leysist.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert