Fjölskylda Andra Freys gæti höfðað skaðabótamál

Rannsókn á slysinu er þegar hafin.
Rannsókn á slysinu er þegar hafin. GoToBenidorm

Faðir Andra Freys Sveinssonar, 18 ára Íslendings sem lést af slysförum í skemmtigarðinum Terra Mítica, sagði við skýrslutöku á Benidorm í gær að fjölskyldan myndi krefjast skaðabóta frá skemmtigarðinum hafi hann gerst sekur um aðgæsluleysi.
Þetta kemur fram á vef Informacíón í dag.

Þar segir einnig að þrátt fyrir þetta hafi fjölskylda piltsins ekki enn ákveðið hvort hún muni höfða einkamál gegn skemmtigarðinum. Kjósi fjölskylda Andra Freys svo, verður hún ekki bundin af málatilbúnaði saksóknara og gæti því lagt fram sínar eigin kröfur í málinu.

Í yfirlýsingu sem fjölskylda Andra Freys gaf út í gær kom fram að Andri Freyr hafi fallið úr um 15 metra hæð úr rússíbananum Inferno þegar öryggistæki gáfu sig í lok ferðarinnar. Enginn sjúkrabíll var í garðinum og þurfti fjölskyldan að bíða í 20–25 mínútur eftir aðstoð. Andri Freyr lést í bílnum á meðan hann var enn á svæði garðsins.

Uppfært kl. 21:55: Að sögn föður Andra Freys hefur fjölskyldan ekki rætt kröfur um skaðabætur á þessu stigi málsins, líkt og haldið er fram í spænskum fjölmiðlum í dag.

Sjá fyrri frétt­ir mbl.is:

Biðu eft­ir sjúkra­bíl í 20-25 mín­út­ur

Allt gekk sinn vana­gang þrátt fyr­ir slysið

Fjöl­skyld­an gaf skýrslu í morg­un

Pilt­ur­inn sem lést á Spáni

„Fyr­ir mér var þetta versta tækið“

Sams­kon­ar rússi­bön­um lokað

Rann­sókn haf­in á bana­slysi ís­lenska pilts­ins

Staðfest að pilt­ur­inn var ís­lensk­ur

Íslend­ing­ur sagður lát­inn í skemmtig­arði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert