Hundruð óska aðstoðar við gjaldþrot í ár

Margir lentu í skuldavanda eftir hrunið 2008.
Margir lentu í skuldavanda eftir hrunið 2008. mbl.is/Golli

Fjöldi einstaklinga hefur leitað til Umboðsmanns skuldara í ár og óskað fjárhagsaðstoðar vegna skiptikostnaðar sem fellur til við gjaldþrot. Opnað var fyrir umsóknirnar þegar ný lög tóku gildi 1. febrúar sl.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Svanborg Sigmarsdóttir, upplýsingafulltrúi Umboðsmanns skuldara,  tæplega þriðjung umsóknanna vera frá Reykjanesi.

Þar hafa 65 sótt um að fá skiptakostnaðinn greiddan, borið saman við 88 umsækjendur í Reykjavík. Hún segir embættið búast við einhverri fjölgun slíkra umsókna á síðari helmingi ársins en að þeim muni að líkindum fækka á næsta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert