Hyggst styðja frumvarp Vilhjálms

mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar að styðja frumvarp um sölu áfengis í verslunum sem Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram á Alþingi í haust eins og mbl.is greindi frá fyrr í kvöld. Vilhjálmur sagði í samtali við fréttavefinn að hann væri bjartsýnn á að fá stuðning við frumvarpið.

„Fagna því að Vilhjálmur Árnason skuli ætla að leggja fram frumvarp á þingi í haust um sölu áfengis í verslunum. Mun styðja það mál, enda hljótum við að geta haft nægilegt eftirlit með slíkri sölu eins og svo margar aðrar þjóðir. Neytendur eiga ekki að þurfa að fara í sérstakar verslanir ríkisins til að nálgast bjór og léttvín,“ segir Karl á Facebook-síðu sinni í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert