Íslendingar fari ekki til Gaza

Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Gaza, vegna ótryggs ástands þar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Ráðuneytið fylgist náið með þróun mála og ráðleggur fólki ennfremur að fylgjast með ferðaleiðbeiningum annarra ríkja, t.d. Norðurlandanna.

Meira en 80 Palestínumenn á Gaza hafa látið lífið í loftárásum Ísraelsmanna síðan þær hófust á þriðjudag, að sögn palestínskra stjórnvalda. Mörg hina látnu eru sögð vera konur og börn.

BBC hefur eftir Ísralesher að yfir 100 sprengjum hafi verið varpað á skotmörk á Gaza. Hamas-samtökin hafa sömuleiðis skotið yfir 365 eldflaugum í átt að Ísrael, án þess þó að valda neinum skaða enn sem komið er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert