Lækka hámarkshraða í Ísafjarðarbæ

Umferð í Ísafjarðarbæ.
Umferð í Ísafjarðarbæ. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur, að fenginni tillögu frá Ísafjarðarbæ, tekið þá ákvörðun að lækka hámarkshraða á flestum götum þéttbýlis í Ísafjarðarbæ úr 35 km/klst í 30 km/klst. Starfsmenn Ísafjarðarbæjar munu næstu daga skipta um umferðarskilti sem gefa til kynna breyttan hámarkshraða.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum er þetta eingöngu gert í þágu umferðaröryggis. Þá er á það bent að samkvæmt fyrirmælum embættis ríkislögreglustjóra séu svonefnd vikmörk 3 km til og með 100 km mældum hraða og því megi ökumenn sem aka yfir 33 km hraða í Ísafjarðarbæ búast við að sektum verði beitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert