Makríllinn gefur sig vel á miðunum

Huginn VE á veiðum
Huginn VE á veiðum mbl.is

Makrílvertíðin hófst um miðjan júní síðastliðinn og virðist hún fara heldur rólega af stað, en samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu er nú búið að landa alls 12.196 tonnum. Heildarafli makríls fyrir árið 2014 nemur hins vegar 147.721 tonni.

Vinnslu- og fjölveiðiskipið Huginn VE-55 er sem stendur aflahæst þeirra skipa sem nú eru á makrílveiðum við landið. Eru það búið að landa rúmlega 2.067 tonnum. Fast á eftir kemur áhöfnin á fjölveiðiskipinu Vilhelmi Þorsteinssyni EA-11 sem hefur komið með rúmlega 2.059 tonn af makríl að landi.

Þegar Morgunblaðið náði tali af Guðmundi Hugin Guðmundssyni, skipstjóra á Hugin, voru þeir staddir um 20 sjómílum suður af Kötlutanga. „Þetta er búið að ganga ágætlega og munum við að líkindum landa næst um helgina, sennilega á sunnudag,“ segir Guðmundur Huginn, sem á von á því að koma þá með rúmlega 600 tonn að landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert