Meira en fimm þúsund manns fara á hátíð um helgina

ATP Iceland - Uppsetning er í fullum gangi fyrir tónleikana …
ATP Iceland - Uppsetning er í fullum gangi fyrir tónleikana en þeir byrja í kvöld Af Facebook síðu ATP Iceland

Á sjötta þúsund manns munu bregða sér á tónlistarhátíð um helgina samkvæmt útreikningum mbl.is, en þar eru taldir þeir u.þ.b. 3500 sem skella sér á ATP Iceland í Keflavík og þeir 1800 manns sem verða viðloðandi hátíðahöld Eistnaflugs á Neskaupsstað. Síðasti miðinn á Eistnaflug er seldur einsog fram hefur komið og því er varað við því að keyra austur án miða á hátíðina.

Samkvæmt upplýsingum frá ATP er uppsetning hátíðarinnar í fullum gangi en tónleikarnir byrja í kvöld. Ekki var hægt að veita nákvæmar tölur um fjölda gesta sem verða á hátíðinni en 3500 var viðmiðið sem mbl.is fékk í hendurnar.

Einsog fram hefur komið þurfti hljómsveitin Swans að afbóka komu sína á ATP en sem betur fer gátu Spiritualized hlaupið í skarðið. Meðal stærri nafna hátíðarinnar eru Portishead og Interpol og ekki er of seint að næla sér í miða.

Spáð er skýjuðu en mildu veðurfari á Keflavíkursvæðinu um helgina en að sögn viðstaddra er „steikjandi“ sól á Neskaupsstað og veðrið „algjörlega geðveikt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert