Ofurhlauparinn Réne kláraði í gær

René kláraði sitt þriðja
René kláraði sitt þriðja "ofurhlaup" á Íslandi í gær. Hlaupafríið verður hinsvegar ekki langt þar sem hann ætlar að hlaupa Laugaveginn á laugardaginn. Sent af aðsoðarmanni Kujans

Tékkneski ofurhlauparinn René Kujan kláraði hlaup sitt um endilangt Ísland frá austri til vesturs seinni partinn í gær. Lokaspretturinn var 45 kílómetra hlaup frá Patreksfirði til Látrabjargs sem hann kláraði á síðasta degi.

Hljóðið var mjög gott í Kujan að sögn ívars Trausta Jósafatssonar, aðstoðarmanns hlauparans, en ferð Kuj­an hófst þann 17. júní sl. á Gerpi, aust­asta stað lands­ins, og hefur Kujan hlaupið rúmt maraþon daglega síðan þá, að frátöldum einum degi þar sem hann var veðurtepptur.

Einsog fram hefur komið hleypur Kujan til styrkt­ar Íþrótta­sam­bands fatlaðra og End­ur­hæf­ing­armiðstöðvar Grens­áss. Þeim sem vilja styrkja hann í framtaki sínu er bent á að hringja í eitt eftirtaldra símanúmera, sem Vodafone hefur aflað endurgjaldslaust sem styrktarlínur fyrir hlaupið.

Númerið 908-7997 veitir kr. 1.000 í styrk, númerið 908-7998 kr. 2.000 og hæstu styrkveitingu veitir númerið 908-7999, eða kr. 5.000 og rennur upphæðin til styrktar góðgerðaframtaks Kujans.

Við tekur stutt hlaupafrí hjá Kujan en svo hyggst hann hlaupa Laugaveginn á laugardaginn. Þaðan tekur við eins dags frí og svo er hann floginn aftur til Tékklands. Að eigin sögn elskar hann Ísland og hyggst snúa aftur, þótt ekki verði aftur ráðist í löng hlaup á borð við það sem hann var að klára.

Sjá fréttir mbl.is:

Hleyp­ur enn lengra á dag en stóð til

Hleypur þvert yfir landið

Kuj­an hleyp­ur ekki í dag

René Kujan - Að eigin sögn elskar Kujan Ísland og …
René Kujan - Að eigin sögn elskar Kujan Ísland og hyggst hann snúa hingað aftur, en hann flýgur til Tékklands á mánudaginn. Sent af aðstoðarmanni Kujans
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert