Rannsókn á tæknideildar á eldsupptökum lokið

Mikinn reyk lá frá Skeifunni í brunanum.
Mikinn reyk lá frá Skeifunni í brunanum. mbl.is/Golli

Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn sinni á eldsupptökum í Skeifunni 11. Þetta staðfestir Lúðvík Eiðsson rannsóknarlögreglumaður, sem hafði umsjón með rannsókninni.

„Við erum búnir í bili og höfum endanlega afhent þetta hverfastöðinni og þetta er allt komið í hendurnar á þeim,“ segir Lúðvík.

Rannsóknin gekk vel fyrir sig að mati Lúðvíks. Hann segir að tæknideildin muni næstu daga áfram fylgjast með hreinsuninni og hafa eftirlit með rústunum. 

Tæknideildin mun skila skýrslu um rannsóknina til hverfastöðvarinnar, sem er lögreglustöð 1, til greiningar eftir helgi. Í kjölfarið mun Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og stöðvarstjóri, taka ákvörðun með framhald rannsóknarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert