Síðasti miðinn á Eistnaflug seldur

Edda og Angist - Hátt í 1800 manns verða viðstaddir …
Edda og Angist - Hátt í 1800 manns verða viðstaddir hátíðarhöldin á Eistnaflugi. Eggert Jóhannesson

Uppselt er á tónlistarhátíðina Eistnaflug að sögn Stefáns Magnússonar framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Síðasti miðinn seldist í dag og Stefán varar við því að keyra miðalaus til Neskaupsstaðar ef ætlunin er hlýða á tónleika Eistnaflugs. „Það er ekki gott partý.“

Stefán segir hátíðarhöldin ganga vel en þau hafa staðið síðan í gær, miðvikudag, og lýkur þeim á laugardaginn. Veðrið er hið besta eða 17 stiga hiti og „steikjandi“ sól og að sögn Stefáns „algjörlega geðveikt.“ Stemningin er komin í fullan gang og alls munu hátt í 1800 manns vera viðloðandi hátíðina á Neskaupsstað, að sögn Stefáns.

Úrslitaleikir HM í fótbolta hafa ekki valdið Stefáni miklum áhyggjum. Fólk missi ekki af miklu skelli það sér á Eistnaflug. „Þetta eru orðnir svo leiðinlegir leikir. Að horfa á fótbolta í fimm klukkutíma án þess að skorað sé mark er ekki mönnum bjóðandi.“

Nánar um hátíðina hér:

Fávitahegðun er ekki í boði

Neskaupsstaður - Árlega heyrast rokkdunur frá hátíðahöldum Eistnaflugs í kaupstaðnum.
Neskaupsstaður - Árlega heyrast rokkdunur frá hátíðahöldum Eistnaflugs í kaupstaðnum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert