Slasaðist illa á hendi

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Maður á miðjum aldri var fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann frá Egilsstöðum í morgun eftir að hafa slasast illa á hendi í vinnuslysi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilsstöðum átti slysið sér stað á sveitarbæ á Fljótsdalshéraði um níu leytið. Maðurinn var að vinna með vélsög en missti takið á henni með þeim aflleiðingum að hún lenti á vinstri hönd hans og er hann með mikla ávera í lófa. Eins blæddi mjög mikið og var ákveðið að flytja hann strax suður á sjúkrahús þar sem handasérfræðingur gerir að sárum hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert