Straumur fjárfestingabanki og MP banki í viðræðum um mögulegan samruna

Straumur er í eigu starfsmanna bankans og ALMC.
Straumur er í eigu starfsmanna bankans og ALMC. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

MP banki og Straumur fjárfestingabanki hafa átt í óformlegum viðræðum að undanförnu um hugsanlegan samruna bankanna.

Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, segir í samtali í ViðskiptaMogganum í dag,  að það sé ánægjulegt að ýmsir sýni bankanum áhuga um þessar mundir en það sé hins vegar ekkert ákveðið í þessum efnum.

Að sögn heimildarmanna Morgunblaðsins, sem þekkja vel til stöðu mála, eru viðræðurnar aðeins á byrjunarstigi og ekkert hægt að fullyrða um framhaldið. Fulltrúar Straums hafa þó fengið nánari upplýsingar um fjárhagsstöðu MP banka í gegnum aðgang að sérstöku gagnaherbergi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert