Einlæg gleði við opnun Rekstrarlands

Bar­áttu­andi og bjart­sýni voru orðin sem valin voru til að lýsa viðhorfi starfsmanna Rekstrarlands eftir stórbrunann í Skeifunni á sunnudagskvöld. Á aðeins fimm dögum tókst að finna nýtt húsnæði og koma verslun Rekstrarlands í stand. Formleg opnun var svo í hádeginu í dag og gleðin fölskvalaus.

Ákveðið var að bjóða starfsmönnum þeirra fyrirtækja sem urðu illa úti í brunanum í grill til að halda upp á opnunina. Einnig var slökkviliðsmönnum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins boðið en þeir gátu ekki mætt sökum útkalls í hádeginu.

Í samtali við mbl.is í gær sagði Samú­el Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri heild­sölu- og rekstr­ar­vöru­sviðs hjá Rekstr­ar­landi, að ís­lensk bjart­sýni hefði verið að vopni og ómetanleg aðstoð góðs fólks.

Nýja versl­unin er aðeins spöl­korn frá þeirri sem brann, í Mörk­inni 4. Samú­el seg­ir miklu hafa skipt að starfs­fólkið fékk mikla hvatn­ingu og stuðning frá viðskipta­vin­um í gegn­um Face­book og í sam­töl­um síðustu daga.

Frétt mbl.is: Opna aftur eftir brunann

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert