Náði myndbandi af skriðuföllunum

Vegfarandi um Hvalvík náði í gær myndbandi af því þegar stærðar­inn­ar aur­skriða féll úr Árnes­fjalli á Strönd­um. Talið er hugsanlegt að skriðuföllin hafi geta byrjað vegna þess að klaki hafi sprengt fram. Björn Torfa­son bóndi á Mel­um sagði engu lík­ara en fjallið hefði hrein­lega sprungið.

Eins og greint var frá á mbl.is í gær var veg­ur­inn í Hval­vík lokaður stór­an hlut gærdags eða þar til Vega­gerðin hreinsaði skriðuna af hon­um um síðdegis. Þá sagði að tals­verð skál sé í fjall­inu, sem heima­menn töldu að gæti hafa verið full af vatni eft­ir rign­ing­arn­ar und­an­farna daga, en opn­ast og hleypt skriðunum af stað.

Á vefnum Litlahjalla segir hins vegar í dag að þegar Sverrir Guðbrandsson vegaverkstjóri, fréttamaður Litlahalla og fleiri fóru að skoða í sjónauka upp skriðurnar í fjallinu hafi sést greinileg klakastykki í grjóti og skriðunum „þannig að skriðuföllin hafa getað byrjað vegna að klaki hafi sprengt allt fram.“

Myndbandið að ofan tók Indriði Freyr Indriðason en kona hans er ættuð frá Víganesi og dvelja þau þar þessa dagana. Þau komust hvorki lönd né strönd í Hvalvíkinni í gær frekar en aðrir.

Frétt mbl.is: Eins og fjallið hefði sprungið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert