Safngestum fjölgar

Árbæjarsafn fékk að kenna á rigningunni og HM í knattspyrnu.
Árbæjarsafn fékk að kenna á rigningunni og HM í knattspyrnu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Safnaflóran á Íslandi er fjölbreytt og hefur byggst hratt upp síðustu 10 ár að sögn Guðbrands Benediktssonar, safnstjóra Borgarsögusafns Reykjavíkur.

Undir Borgarsögusafn heyra söfnin og sýningarnar Árbæjarsafn, Landnámssýningin Aðalstræti, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Sjóminjasafnið í Reykjavík og Viðey.

Hann segir veðurfar í júní hafa haft áhrif á fjölda gesta sem sóttu söfnin heim í júní og nefnir Árbæjarsafn í því samhengi. „Við fundum fyrir veðrinu á Árbæjarsafni og voru gestatölurnar í júní lægri en árin 2012 og 2013,“ segir Guðbrandur en um 10% færri gestir sóttu safnið heim sl. júní en á sama tíma í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert