Slökkviliðið samþykkti samninginn

Bráðabirgðasamningur hefur verið gerður um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu.
Bráðabirgðasamningur hefur verið gerður um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins samþykkti á fundi sínum nú síðdegis bráðabirgðasamning um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu, en heilbrigðisráðherra hafði áður staðfest hann fyrir sitt leyti. Samningurinn er við Sjúkratryggingar Ísland og gildir í níu mánuði, frá 1. júlí 2014 til 31. mars 2015.

Í bókun með samningum kemur fram að samningsaðilar stefni að því að gera langtímasamning um alla sjúkraflutninga á þjónustusvæðinu sem taki gildi 1. apríl 2015 og að í þeim samningaviðræðum verði m.a. fjallað um starfsstöð í Mosfellsbæ til að uppfylla kröfur um viðbragðstíma.

Auk þess að samþykkja bráðabirgðasamninginn lagði stjórn SHS áherslu á mikilvægi þess að gerður verði samningur til lengri tíma og tekið verði tillit til Skarhólabrautar og fjölgunar sjúkraflutninga við gerð hans.

Sjá einnig:

Samið um sjúkraflutninga

Svigrúm til að finna varanlega lausn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert