„Stóð við mitt og kláraði málið“

„Því er ekki að neita að mér leið ekkert vel undir þeim umræðum sem urðu í kjölfar byggingar þessa húss. En nú gleðst ég yfir að hafa tekið þátt í þessu. Ég stóð við mitt og kláraði málið,“ segir Gunnar Bjarnason húsasmíðameistari, aðalsmiður og hönnuður Þorláksbúðar í Skálholti.

Í Sunnudagsblaðinu sem fylgir Morgunblaðinu á morgun er rætt við Gunnar. Hann fer yfir víðan völl í viðtalinu og ræðir meðal annars um Þorláksbúð en hún hefur verið bitbein manna síðan smíðin hófst. „Mér finnst mjög ánægjulegt að hafa unnið við Þorláksbúið í Skálholti. Nú er búið að gera upp allar skuldir og komin málalok. Þetta hefur að sumu leyti verið erfitt mál en mjög gott að lyktirnar eru farsælar.“

Gunnar segir að Þorláksbúð eigi sína fylgimenn en þeir hafi farið sér hægt. Hún standi á heilögum stað og sé mikils virði fyrir marga trúaða. Hún hafi einnig mikið aðdráttarafl. „Þorláksbúð er mjög vinsæl hjá ferðamönnum, þetta er raunar nýtt hús en það vísar til gamalla tíma. Hún er að vissu leyti gluggi inn í söguna. Mér finnst vel hafa tekist til. [...] Þorláksbúð er eftirmynd skálans á Keldum, þannig að hún er því að vissu leyti að alíslenskri byggingarfyrirmynd. Hún er í hlutföllum „original“ kirkjubygginga miðalda.“

Lesa má viðtalið í heild í Sunnudagsblaðinu sem fylgir Morgunblaðinu á morgun.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert