Þúsundir í húsnæðisvanda

Húsaleiga hefur farið hækkandi í borginni.
Húsaleiga hefur farið hækkandi í borginni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Einstaklingum og fjölskyldum sem eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 10% frá því í fyrrahaust.

Sú aukning segir hins vegar ekki alla söguna því skilyrðin fyrir slíkum umsóknum hafa verið hert í Kópavogi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Aðalsteinn Sigfússon, félagsmálastjóri Kópavogsbæjar, segir 237 á biðlista eftir félagslegu húsnæði í bænum.  Sigrún Hv. Magnúsdóttir, félagsráðgjafi hjá Seltjarnarnesbæ, telur líklegt að eftirspurnin sé mun meiri en biðlistar segja til um. Hera O. Einarsdóttir, félagsráðgjafi í Reykjanesbæ, segir marga ekki geta leigt hjá Íbúðalánasjóði vegna þess að þeir séu á vanskilaskrá. „Fjöldi fólks er í raun heimilislaus,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert