Urðu af 5-6 milljörðum

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Árni Sæberg

Áætlað er að samfélagið í Vestmannaeyjum hafi orðið af samtals 5-6 milljörðum króna frá árinu 2011 til dagsins í dag vegna úthlutunar á makrílkvóta sem Umboðsmaður Alþingis telur að hafi verið ólögmæt.

Í Morgunblaðinu í dag segir Elliði Vignisson bæjarstjóri að sveitarfélagið hafi orðið af hundruðum milljóna í mynd aflagjalda og útsvars.

„Við erum að láta reikna þetta út og kanna lagalega stöðu okkar,“ sagði Elliði. „Tjón fyrirtækjanna og ekki síst starfsmanna þeirra er verulegt. Við áætluðum að árið 2011 hefðu tapast 1.250 milljónir út úr samfélaginu. Þar af voru tapaðar launatekjur sjómanna 133 milljónir og tapaðar tekjur landverkafólks 71 milljón.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert