Fjárfestar vilja kaupa meirihluta í Straumi

Straumur er í 67% eigu kröfuhafa ALMC.
Straumur er í 67% eigu kröfuhafa ALMC. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fjárfestahópur sem Finnur Reyr Stefánsson og Tómas Kristjánsson fara fyrir vill kaupa 67% hlut eignaumsýslufélagsins ALMC í Straumi fjárfestingarbanka.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru viðræður á milli aðila langt á veg komnar.

Finnur Reyr og Tómas hafa verið umsvifamiklir fjárfestar síðustu ár og átt sæti í stjórnum ýmissa fyrirtækja. Fjárfestingafélag þeirra, Sigla ehf., er meðal annars næststærsti hluthafi fasteignafélagsins Regins.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er mögulegt kaupverð fjárfestahópsins á 67% hlut ALMC talsvert undir bókfærðu eigin fé Straums, sem var samtals um tveir milljarðar í árslok 2013.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert