Birta Stálskipi stefnu

Frystitogari Stálskips sem seldur var til Rússlands.
Frystitogari Stálskips sem seldur var til Rússlands. mbl.is/Jim Smart

Bæjarráð Hafnarfjarðar fól í gær lögmanni að birta stefnu á hendur Stálskipi, útgerðarfyrirtæki í bænum.

Stefnan er komin til vegna sölu fyrirtækisins á togara sínum til Rússlands, sem bæjarráð telur stangast á við lög. Þá telur bæjarráð einnig að Stálskip hafi virt að vettugi lög þegar fyrirtækið seldi allan sinn kvóta til útgerða utan bæjarins.

Hefur bæjarráð óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra ógildi sölu kvótans úr bæjarfélaginu, því ekki hafi verið farið að lögum við söluna. Bæjarráð hefur áður gagnrýnt að Fiskistofa hafi ekki tilkynnt um framsal aflaheimildanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert