Ingvar og María Ögn unnu Kia Gullhringinn

Ingvar Ómarsson og María Ögn Guðmundsdóttir úr Tindi unnu Kia Gullhringinn árið 2014, eitt stærsta hjólreiðamót landsins. Ingvar er því hlaðinn gulli þessa dagana, en hann sigraði einnig í Wow Cyclothon fyrir um tveimur vikum síðan.

Ingvar og María hjóluðu 106 km leið, en Ingvar hjólaði leiðina á 2 klukkustundum og 54 mínútum og María fór á 3 klukkustundum og 15 mínútum. 

Torbern Gregersen og Erla Sigurlaug Sigurðardóttir sigruðu B flokk Gullhringsins, sem er 65 kílómetra leið. Þorvaldur Daníelsson og Guðrún Sigurðardóttir sigruðu Silfurhringinn sem var 48 kílómetrar. 

Mótið var haldið í fyrsta sinn árið 2012 en þá tóku 90 manns þátt. Ári síðar mættu 200 keppendur til leiks en í ár var gert ráð fyrir um 300 keppendum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert