Framtíðin er björt fyrir íslenskt rugby

Mikil harka á Hlíðarenda í dag.
Mikil harka á Hlíðarenda í dag. Ómar

Sögulegur stund var á Hlíðarenda í dag þegar hið nýstofnaða rugbylið Hauka lék sinn fyrsta keppnisleik á móti Rugbyfélagi Reykjavíkur. Rugbydeild Hauka var stofnuð í vor en leikmenn Reykjavíkur hafa leikið saman um nokkurn tíma. Að sögn Kristinns Þór Sigurjónssonar, var það einmitt reynslan af því að spila sem heild sem skildi liðin að í dag, en Reykjavík unnu tvo leiki og Haukar 1.

„Það sem vantaði upp á hjá Haukum var reynslan sem liðsheild, en þeir voru með mjög öfluga leikmenn innanborðs. Með áframhaldandi starfi hjá Haukum getur myndast öflugt rugbylið í Hafnarfirði innan skamms,“ segir Kristinn.

Hann segir að mæting á völlinn hafi verið góð og að framtíðin sé björt fyrir íslenskt rugby. 

Reykvíkingar mörðu sigur á Hafnfirðingum

Spilað var hið ólympíska form leiksins þar sem 7 leikmenn eru í hvoru liði og hver leikur eru tveir 7 mínútna hálfleikir. Fimm stig fást fyrir þegar sóknarlið kemst með knöttinn yfir línu á helmingi varnarliðsins. Ef það tekst, fær sóknarliðið tilraun til þess að sparka knettinum í mark og fæst fyrir það 2 stig. Víti og annað slíkt gefur svo 3 stig.

Fyrsti leikur liðanna fór 28-0 fyrir Reykjavík, en Haukarnir komu til baka í leik tvö og sigruðu 19-5. Spila þurfti því úrslitaleik sem fór 22-0 fyrir Rugbyfélagi Reykjavíkur, sem unnu því mótið 2-1.

Fyrirliði Rugby félags Reykjavíkur var Birnir Orri Pétursson, fyrirliði Hauka var Fergus Mason og dómari dagsins var Rory Hayes

Reykvíkingar höfðu reynsluna fram yfir Hafnfirðinga að mati Kristins.
Reykvíkingar höfðu reynsluna fram yfir Hafnfirðinga að mati Kristins. Ómar
Menn lögðu sig alla fram í leiknum.
Menn lögðu sig alla fram í leiknum. Ómar
Áhorfendur gæddu sér á pylsum á meðan leik stóð.
Áhorfendur gæddu sér á pylsum á meðan leik stóð. Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert