Húsið nyti verndar þótt það væri yngra

Húsið að Aðalstræti 16 í Bolungarvík er mjög illa farið
Húsið að Aðalstræti 16 í Bolungarvík er mjög illa farið Af vef Bæjarins besta

„Samkvæmt fasteignamati er húsið byggt 1909 og síðan flutt í Bolungarvík. Þá gildir auðvitað byggingarárið þannig að þetta fellur undir friðunarákvæði laganna, hundrað ára regluna. Þar fyrir utan fellur húsið líka undir umsagnarskyldu, og mundi gera þó svo að það væri yngra. Sama hvernig litið er á er algerlega óheimilt að raska húsinu,“ sagði Þór Hjaltalín minjavörður, í samtali við mbl.is í dag, um húsið sem varð fyrir skemmdaverkum í Bolungarvík aðfaranótt mánudags.

Einsog fram hefur komið er búið að játa verknaðinn og liggur fyrir hver framdi hann. Valdimar Lúðvík Gíslason, sem skemmdi húsið, sagði að húsið hafi verið reist í Bolungarvík 1920 og því friðað á fölskum forsendum, en hann hafði ekki hugmynd um að húsið væri friðað þegar hann ákvað að skemma það. Valdimar hefur verið yfirheyrður af lögreglu og rannsókn málsins stendur enn yfir.

„Húsakönnun hefur aldrei verið gerð í Bolungarvík. Óskað var eftir því af húsafriðunarnefnd á sínum tíma, þegar bæjaryfirvöld vildu annaðhvort færa húsið eða rífa, að fram færi húsakönnun. Ekki hefur ennþá orðið úr þeirri könnun og Minjastofnun er að afla gagna um húsið,“ sagði Þór. „Þetta hús var í ferli. Bæjaryfirvöld í Bolungarvík voru búin að óska eftir því að húsið yrði flutt eða rifið og svar við því erindi lá fyrir.“

Sjá frétt mbl.is: Skemmd­in snú­ist í hönd­um vargs­ins

Sjá frétt mbl.is: „Of­beldi að skemma húsið“

Valdimar Lúðvík Gíslason - Valdimar játar sig sekan um að …
Valdimar Lúðvík Gíslason - Valdimar játar sig sekan um að hafa eyðilegt húsið við Aðalstræti í Bolungarvík Af vef Bæjarins besta
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert