Kjötkveðjuhátíð á Ingólfstorgi

Eins og áður þegar kappleikir hafa verið á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu verður kveikt á risaskjánum á Arena de Ingólfstorg bæði í kvöld þegar leikið verður til þrautar um þriðja sætið á mótinu og eins á morgun þegar sjálfur úrslitaleikurinn fer fram. Verður þá blásið í tryllta sambastemningu.

Baráttan um þriðja sætið fer fram klukkan átta í kvöld en á morgun verður enn meira fjör. Þá verður sannkölluð kjötkveðjuhátíð sem hefst um miðjan dag og stendur þar til leik lýkur, líklega um klukkan níu. Fram koma plötusnúðarnir Sexy Lazer og DJ Margeir ásamt óvæntum gestum og Samúel Jón Samúelsson Jagúar maður með meiru og fimmtán manna slagverkssveit hans slá HM taktinn.

Það er því ekki úr vegi að kíkja við í miðborg Reykjavíkur og upplifa HM-drauminn eins og hann gerist bestur.

Hér að neðan má sjá hvernig stemningin hefur verið:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert