Aldrei hafa jafnmargir lokið keppni

Það er ekki á færi annarra en fólks í gríðarlega …
Það er ekki á færi annarra en fólks í gríðarlega góðu formi að taka þátt í Laugavegshlaupinu.

Alls komu 330 hlauparar af þeim 345 sem lögðu af stað í Landmannalaugum í mark í Þórsmörk í gær. Aldrei hafa fleiri hlauparar náð að ljúka Laugavegshlaupinu en nú, en árið 2009 luku 313 hlaupinu.

Samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum hlaupsins þurftu færri að hætta keppni í ár en í fyrra en þá voru það 22 sem ekki gátu lokið keppni vegna meiðsla eða þeir náðu ekki þeim tímatakmörkum sem sett eru í keppninni.

Samkvæmt hlaupurum var fyrri hluti leiðar­inn­ar mjög krefj­andi: snjór, bleyta og vind­ur. En seinni hlut­ann var vind­ur­inn meira í bakið og þurrt og gott veður tók á móti hlaup­ur­um í Þórs­mörk.

Þorbergur Ingi Jónsson kom fyrstur í mark á nýju meti í Laugavegshlaupinu í gær á tímanum 4:07:47. Hann bætti met Björns Margeirssonar frá 2012 sem var 4:19:55.

Elísabet Margeirsdóttir er sigurvegari kvenna í Laugavegshlaupinu 2014 en hún kom í mark á tímanum 5:34:05. Elísabet bætti í dag sinn besta árangur sem var 5:47:33.

Fyrstu þrjár konur í mark voru:

1. Elísabet Margeirsdóttir 5:34:05
2. Guðbjörg Margrét Björnsdóttir 5:45:15
3. Ásdís Söebeck Kristjánsdóttir 5:53:33

Fyrstu konur í hverjum aldursflokki voru:

18-29 ára - Elísabet Margeirsdóttir
30-39 ára - Jónína Gunnarsdóttir
40-49 ára - Guðbjörg Margrét Björnsdóttir
50-59 ára - Erla Eyjólfsdóttir
60 ára og eldri - Lilja Ágústa Guðmundsdóttir

Fyrstu þrír karlar í mark voru:

1. Þorbergur Ingi Jónsson 4:07:47
2. Örvar Steingrímsson 4:46:14
3. Eliot Drake (BNA) 5:01:00

Fyrstu þrír karlar í hverjum aldursflokki voru:

18-29 ára - Michael Ridley (Bretl.)
30-39 ára - Þorbergur Ingi Jónsson
40-49 ára - Sigurður Hrafn Kiernan
50-59 ára - Agnar Jón Ágústsson
60-69 ára - Árni Gústafsson
70 ára og eldri - Gunnar J. Geirsson

Úrslit hlaupsins í heild

Laugavegshlaupið 2014
Laugavegshlaupið 2014
Laugavegshlaupið 2014
Laugavegshlaupið 2014
Laugavegshlaupið 2014
Laugavegshlaupið 2014
Laugavegshlaupið 2014
Laugavegshlaupið 2014
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert