Fyrstu loðnunni landað á Þórshöfn

Hið danska Ceton frá Skagen landaði loðnu á Þórshöfn í …
Hið danska Ceton frá Skagen landaði loðnu á Þórshöfn í kvöld. mbl/Líney Sigurðardóttir

Sumarvertíðin hófst hjá Ísfélaginu á Þórshöfn á sunnudagskvöldið þegar danskt loðnuskip kom með fyrsta farminn af loðnu til bræðslu eftir veiðar í grænlensku lögsögunni.

Annað danskt skip fylgdi fast í kjölfarið síðar um kvöldið svo verksmiðjan byrjar með um 3.500 tonn í bræðsluna sem er um fjögurra sólarhringa vinnsla.

Ekki er er hafin vinnsla á frystum afurðum en síldar- og makrílfrysting hefst yfirleitt ekki fyrr en nokkuð eftir miðjan mánuðinn, að sögn starfsmanns Ísfélagsins en hefðbundin bolfiskvinnsla hefur verið í gangi eftir sumarfríið í júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert