Göngumaðurinn fluttur á sjúkrahús

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti göngumanninn í Jökulfirðina í kvöld.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti göngumanninn í Jökulfirðina í kvöld. Ljósmynd/Flugtæknideild Landhelgisgæslunnar

Göngumaðurinn sem fannst slasaður í Hesteyrarfirði fyrr í dag hefur verið fluttur með þyrlu á Landspítalann. Samkvæmt upplýsingum mbl.is er ástand mannsins óbreytt.

Björgunarsveitir úr Hnífsdal, Bolungarvík og Ísafirði voru kallaðar út fyrr í dag eftir að tilkynning barst um slasaðan göngumann á gönguleiðinni milli Hesteyrar og Hlöðuvíkur. Ferðalangur gekk fram á manninn, sem var meðvitundarlítill og illa búinn, og fór á Hesteyri eftir aðstoð.

Sjá fyrri fréttir mbl.is:

Líklega slasaður eftir fall

Sækja slasaðan göngumann

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert