Má bjóða þér plöntu eða fræ?

Laugargarður er skammt frá Langholtsskóla
Laugargarður er skammt frá Langholtsskóla mbl.is/Árni Sæberg

Plöntuskiptidagur verður í Laugargarði, sem er við hliðina á Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, eftir hádegi. Hægt verður að koma með plöntur og fræ og fá eitthvað nýtt og spennandi í staðinn.

Laugargarður er samfélagsrekinn hverfisgarður. Garðurinn er tilraun til að búa til stað fyrir borgarbúa til að vinna saman að jákvæðum samfélagslegum breytingum. Við trúum því að með því að efla samvinnu og samskipti meðal borgarbúa munum við saman skapa fallegra mannlíf. 

Plöntuskiptin fara fram á milli 14 og 15:30 í dag.

Sjá nánar hér

Frá Laugargarði í Laugardalnum en þar er hægt að skipta …
Frá Laugargarði í Laugardalnum en þar er hægt að skipta á plöntum og fræjum í dag. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert