Triton sótti hjartveikan skipverja

Danska strandgæsluskipið Triton.
Danska strandgæsluskipið Triton. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla af danska varðskipinu Triton er væntanleg til Reykjavíkur um kvöldmatarleitið með sjúkling af erlendu rannsóknaskipi. Hjálparbeiðni baðst frá skipinu í gær, vegna hjartaáfalls eins skipverja.

Skipið var um 500 sjómílum suðvestur af Reykjavík, inni á leitar- og björgunarsvæði Íslands en þó utan drægis þyrlu Landhelgisgæslunnar. Því var óskað eftir aðstoð Dana, því varðskipið Triton var um 250 sjómílum norður af rannsóknaskipinu.

Fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni að áhöfn Triton hafi náð til mannsins um miðnætti í gær og lagt af stað áleiðis til Reykjavíkur. Þegar komið var um 200 sjómílur frá Reykjavík var þyrla varðskipsins send af stað með manninn um borð. 

Áætlað er að lent verði með manninn við Landspítalann um kvöldmatarleytið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert