Alvarlegt slys - ökumaður í vímu

mbl.is/Hjörtur

Umferðarslys varð á gatnamótum Hafnafjarðarvegar og Vífilstaðavegar skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt en þar skullu saman tvær fólksbifreiðir. Í annarri bifreiðinni,  bifreið af minnstu gerð, voru þrjú ungmenni og er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Fíkniefni fundust í bifreið ungmennanna. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar var einn á ferð.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki vitað hversu alvarleg meiðsl fólksins eru. Bæði ökutækin voru fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreiðum.

Bætt við klukkan 6:23

Samkvæmt upplýsingum frá lækni á bráðamóttöku Landspítalans var fernt flutt á Landspítalnn eftir slysið í nótt en eitt þeirra hefur verið útskrifað. Ástand hinna þriggja er stöðugt en ekki er hægt að fá frekari upplýsingar um líðan þeirra að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert