Timbursala Norvik eykst um milljarða

Afhafnasvæði í Syktyvkar Norvik er að sögn Jóns Helga orðið …
Afhafnasvæði í Syktyvkar Norvik er að sögn Jóns Helga orðið meðalstórt timburfyrirtæki á heimsvísu. Ljósmynd/Norvik

Sala erlendra dótturfélaga Norvik, undir merkjum Norvik Timber Industries, hefur aukist um 15-17% á árinu og stefnir í að vera um 180 milljónir evra í ár, eða sem svarar 28 milljörðum króna. Það er mesta sala félagsins á timbri á einu ári frá stofnun þess um aldamótin.

Aukningin í timbursölu Norvik í ár er 3,7-4 milljarðar króna milli ára. Í umfjöllun um þessa starsfemi í Morgunblaðinu í dag segir Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri og stjórnarformaður Norvik, framleiðsluna hafa aukist á árinu og að áform séu um að auka hana frekar á næstu misserum.

Félagið keypti og tók niður sögunarmyllu á vesturströnd Noregs í hittifyrra og flutti hana með bílum og járnbrautarlest til Syktyvkar, höfuðborgar rússneska lýðveldisins Komi, þar sem hún kom í stað eldri verksmiðju. Með því jukust afköstin úr 15-20 þúsund rúmmetrum á ári í 50 þúsund rúmmetra á ári á einni vakt í sögunarverksmiðjunni. Eru uppi áform um að bæta við vakt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert