Eftirspurnin á ekki endilega að ráða

Ólafur segir ævintýri ferðamennskunnar snúast um að þvælast, megna, vinna …
Ólafur segir ævintýri ferðamennskunnar snúast um að þvælast, megna, vinna sigra, komast heim og geta sagt frá upplifuninni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Við verðum bara að fara að líta á íslenska náttúru eins og fiskistofnana. Það má ekki bara ganga endalaust á þetta og eftirspurnin á ekkert að ráða þessu endilega.“

Þetta segir Ólafur B. Schram, fjallaleiðsögumaður og ferðaþjónustubóndi, í viðtali í Morgunblaðinu í dag, en hann segir að verið sé að eyðileggja söluvöruna með offjölgun ferðamanna.

Ólafur hefur miklar áhyggjur af þróun mála og veltir því fyrir sér hvar eigi að draga mörkin. Hann gagnrýnir einnig samráðsleysi og segir að í ferðaþjónustunni ríki „peningalegt lýðræði“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert