„Var fyrsta tilraunadýr mömmu“

Leikjaforritun er í fyrirrúmi á námskeiðum fyrirtækisins Skema í Háskólanum í Reykjavík í sumar. Þangað koma nemendur á öllum aldri og forrita undir handleiðslu þrautþjálfaðra leiðbeinenda.

Ólína Helga Sverrisdóttir er fjórtán ára framakona í forritun, en hún var í HR í síðustu viku ásamt móður sinni Rakel, stofnanda Skema. Ólína lenti m.a. í öðru sæti í keppninni um Tæknistelpu Evrópu í fyrra, en hún stefnir hátt í faginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert