Framsal kvóta Þórs stendur

Þór kemur til hafnar í Hafnarfirði.
Þór kemur til hafnar í Hafnarfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bæjarráð Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum sínum með að sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra telji ekki skilyrði til að hlutast til um ráðstöfun aflaheimilda úr sveitarfélaginu.

„Bréf ráðherra staðfestir hinsvegar framkomnar ábendingar Hafnarfjarðarbæjar um að tilkynningaskylda hafi verið vanrækt,“ segir í bókun bæjarráðsins 15. júlí sl.

„Við erum að meta stöðuna. Það skýrist á næstu dögum hvað við gerum,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Hún sagði að Stálskipi ehf. og rússneskum kaupendum Þórs HF-4 hefði verið birt stefna í fyrradag. Bæjarráðið telur að ekki hafi verið farið að lögum við söluna á togaranum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert