Fer á Þjóðhátíð þökk sé Facebook

Dagur Steinn Elfu- og Ómarsson
Dagur Steinn Elfu- og Ómarsson Mynd/Elfa Dögg Leifsdóttir

„Hann er alveg stórkostlegur og hefur dálítið aðdráttarafl þessi drengur,“ segir Elfa Dögg Leifsdóttir, móðir Dags Steins Elfu- og Ómarssonar, sem lét það í hendur Facebook að ákveða hvort hann fengi að fara á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Áhættan borgaði sig heldur betur, því margfalt fleiri en til þurfti hafa nú sett þumalinn á loft við myndina hans. Dagur er himinlifandi með árangurinn og segist spenntastur fyrir að sjá Jón Jónsson og Kaleo troða upp.

„Hann er mjög músíkalskur og elskar Jón Jónsson en svo hitti hann Kaleo á 17. júní og fékk af sér mynd með þeim sem hann er alveg ótrúlega ánægður með,“ segir Elfa.

Vildi ekki fara með foreldrunum

Dagur verður fimmtán ára í desember og hefur að sögn móður hans mikið beðið um að fá að fara á Þjóðhátíð án foreldra sinna. „Hann er búinn að tala mikið um að hann vilji fara til Eyja, en þó alls ekki með okkur foreldrunum,“ segir Elfa hlæjandi.

Hún segist hafa bent honum á að maður þyrfti nú að vera átján ára gamall til þess að komast einn síns liðs en hann hafi ekki gefið sig. Hún segir Dag vera umkringdan góðu aðstoðarfólki sem honum hugnaðist betur til ferðarinnar og var því rætt um að þau gætu fylgt honum.

„Við sögðum honum að ef hann fengi eitt þúsund læk á Facebook myndina væri hægt að skoða þetta en okkur óraði ekki fyrir því að þetta myndi ganga,“ segir Elfa en viðurkennir að nú þurfi víst að standa við stóru orðin.

Aðspurð hvort Dagur sé ekki búinn að vinna sér inn rétt til þess að fara á Þjóðhátíð næstu þrjú árin þar sem lækin séu orðin þrefalt fleiri segir hún hlæjandi að það þurfi víst að skoða.

„Við hrukkum bara upp við símtal þar sem okkur var sagt að lækin væru orðin 1.800 talsins og föttuðum að við þyrftum víst að fara að skipuleggja þetta ef ferðin á að verða að veruleika. Þetta er ekkert svo auðvelt með alla hluti, hann er náttúrulega í hjólastól og þarf ýmsa aðstoð en við kýlum auðvitað bara á þetta,“ segir Elfa.

Fer 21 km í Reykjavíkurmaraþoninu 

Hún segir aðdráttarafl Dags vera mikið því hann hafi safnað um átta hundruð þúsund krónum til styrktar Reykjadals fyrir Reykjavíkurmaraþonið í fyrra. Dagur ætlar að endurtaka leikinn í ár og mun handboltamaðurinn Þorgrímur Smári Ólafsson hlaupa með stólinn 21 km.

Elfa segir þá Þorgrím vera mikla vini og að Dagur sé ávallt grjótharður stuðningsmaður hans. Þorgrímur fór frá Val til HK í ár og því þurfti að endurnýja stuðningsmannabúninginn. „Hann var kominn með Valspeysu en nú er það ekkert vinsælt. Dagur er orðinn harður stuðningsmaður HK og mætir á alla leiki. Þegar Toggi skiptir um lið skiptir Dagur líka.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Frítekjumark verði 100.000 kr.

14:14 Frítekjumark tekna ellilífeyrisþega verður hækkað upp í 100.000 krónur á mánuði verði Sjálfstæðisflokkurinn við völd eftir kosningar. Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar formanns á fundi flokksmanna á Hótel Nordica í dag. Meira »

Norsk norðurljós ekki íslensk

13:38 Fjallað er í norskum fjölmiðli um auglýsingu sem blasir við farþegum í íslenskri flugstöð þar sem þeir eru boðnir velkomnir til Íslands og á auglýsingunni er mjög flott norðurljósamynd. En gallinn er að myndin er ekki tekin á Íslandi heldur í Noregi. Meira »

„Þeir brugðust sem stóðu manni næst“

13:33 „Þeir sem brugðust voru þeir sem stóðu manni næst,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísar hann þar til ákvörðunar Bjartrar framtíðar að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og yfirlýsinga forystumanna Viðreisnar um að það hafi einnig staðið til hjá þeim. Meira »

Skora á Willum Þór

13:23 Framsóknarmenn í Kópavogi skora á Willum Þór Þórsson, fyrrverandi þingmann, að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í kjördæminu. Meira »

Áslaug Arna staðgengill varaformanns

12:57 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, verður staðgengill varaformanns Sjálfstæðisflokksins meðfram ritarastarfinu fram að landsfundi flokksins. Meira »

Staðið vaktina í 41 ár og ekki á förum

12:54 María Einarsdóttir, pylsudrottning í Bæjarins beztu, kom í drottningarviðtal í Turninn á K100 í morgun. Hún talaði um lífið í pylsuvagninum, vinnu á eftirlaunaaldrinum og fleira. Meira »

Uppstilling hjá Framsókn í Reykjavík

12:52 Kjördæmaráð Framsóknarflokksins í Reykjavík samþykkti á fundi sínum í morgun að stilla upp á lista flokksins í Reykjavíkur-kjördæmunum tveimur. Listarnir verða kynntir á fundi kjördæmaþingi 5. október. Meira »

Ekkert tilefni til gönuhlaups BF

12:52 „Við erum hér saman komin vegna gönuhlaups tveggja flokka, sem gáfu sig þó út fyrir bætt vinnubrögð.“ Þetta sagði Sigríður Andersen dómsmálaráðherra á fundi Sjálfstæðismanna á Hótel Nordica fyrr í dag. Meira »

Ofurhetjur á Húsavík

12:43 Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar, Leif Erikson Exploration Awards, verða veitt í þriðja sinn í dag.  Meira »

Sumarhýran var í veskinu

12:29 Ung kona sem var við störf á Íslandi í sumar átti veskið sem heiðarlegur borgari kom með á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Alls voru 3.800 evrur, sem svarar til 490 þúsund króna, í reiðufé í veskinu. Meira »

Eldri borgarar til bjargar RIFF

12:02 Auglýst var eftir sjálfboðaliðum til starfa fyrir RIFF á vef Félags eldri borgara. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Sjálfboðaliðarnir segjast hafa sótt um til að prófa eitthvað nýtt og spennandi og hafa nóg að gera. Meira »

Ríkinu gert að greiða fyrir gæsluvaktir

11:58 Íslenska ríkið var í Hæstarétti í vikunni dæmt til að greiða fyrrverandi yfirlækni við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða tæpar 14 milljónir króna fyrir gæsluvaktir sem hann átti rétt á eftir að staða hans var lögð niður á sínum tíma. Í héraðsdómi var íslenska ríkið sýknað af kröfu mannsins. Meira »

Stilla væntanlega upp í S-kjördæmi

11:19 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, á von á því að flokkurinn muni ekki halda prófkjör í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Meira »

Kom hingað til að lifa af

09:33 Majid Zarei vissi ekki að hann væri á Íslandi fyrr en hann sótti um alþjóðlega vernd hér á landi hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Majid var handtekinn á flugvellinum og eyddi tveimur vikum í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Meira »

Gefa tæki fyrir 40 milljónir

08:55 Í nóvember munu Hollvinasamtök SHA afhenda tæki og búnað að andvirði tæplega 40 milljóna króna. „Við höfum verið ansi drjúg en það hittir þannig á fyrir tilviljun að nóvembermánuður verður óvenjustór hjá okkur,“ segir formaður samtakanna. Meira »

Kosningafundur sjálfstæðismanna í beinni

11:01 Opinn kosningafundur sjálfstæðismanna með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fyrir hádegi. Fundurinn var sendur út í beinni útsendingu og hægt var að fylgjast með henni á mbl.is. Meira »

Finnur fyrir stuðningi og meðbyr

08:59 Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, í Alþingishúsinu í gær. Ekki dró það úr ánægjunni að heyra að VG væri stærsti flokkurinn á þingi. Meira »

Ullserkur setur svip á borgina

08:18 Sveppur hefur verið áberandi í borginni að undanförnu, til dæmis á grænum svæðum og umferðareyjum. Hann heitir ullserkur eða ullblekill, en hefur einnig verið nefndur bleksveppur. Meira »
Lexus RX300 góður bíll, gott verð
Árgerð 2000, ekinn 225 þús, Nýskoðaður. Þjónustubók frá upphafi. Lítur vel ...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Ný tanktaska á Kawasaki KLR 650
Original taska sem aldrei hefur verið sett á hjól. Verð 10þ Upplýsingar í síma ...
 
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...