Skipverjar á hungurlaunum á ryðkláfum

Jónas Garðarsson er formaður Sjómannafélags Íslands.
Jónas Garðarsson er formaður Sjómannafélags Íslands. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Jónas Garðarsson, framkvæmdastjóri Sjómannafélags Íslands og fulltrúi ITF á Íslandi, vandar ekki eigendum ThorShip kveðjurnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Hann segir félagið meðal annars hafa neitað sjómanni um læknismeðferð og segir það halda skipverjum á hungurlaunum á ryðkláfum sem séu engum til sóma.

„Enn eina ferðina hefur ITF, Alþjóðaflutningaverkamannasambandið, þurft að hafa afskipti af drullumixi ThorShip í Hafnarfirði sem sér um álflutninga fyrir alþjóðlegu álrisana Alcoa á Reyðarfirði og Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Intership Geshifffartgeshallschaft, útgerð flutningaskipsins UTA frá Antígva og Barbúda, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta í Þýskalandi en skipið hefur legið við kaja á Reyðarfirði frá því það var kyrrsett fyrir tæpum mánuði. UTA er átta þúsund tonna skip. Það átti að flytja ál til Rotterdam.

ITF þurfti í síðustu viku að grípa í taumana til þess að tryggja ellefu skipverjum samningsbundin laun. Ég sem fulltrúi ITF fór um borð 10. júlí síðastliðinn. Í áhöfn eru Rússar og Úkraínumenn. Þýskur banki tók að sér að greiða launin en Intership hafði verið tekið til gjaldþrotaskipta vegna olíuskuldar. Væntanlega siglir dallurinn tómur til Þýskalands þar sem hann fer á uppboð,“ segir Jónas í grein sinni.

Cargow BV skúffufyrirtæki?

Þá segir Jónas að UTA sé á vegum Cargow BV sem sé skúffufyrirtæki skráð í Hollandi. „Eigendur Cargow BV eru sómapiltarnir Karl Harðarson, forstjóri ThorShip, Bjarni Ármannsson, bankamaðurinn siðprúði, og Norðmaðurinn Øvind Sivertsen. Sýslumaðurinn á Eskifirði kyrrsetti UTA vegna olíuskuldar í Austurlöndum en þá höfðu sjö þúsund tonn af áli verið lestuð um borð í skipið sem átti að sigla til Rotterdam.

[...]

ITF hefur ítrekað þurft að grípa í taumana vegna vangreiddra launa og illrar meðferðar á skipverjum á hungurlaunum á ryðkláfum sem eru engum til sóma. Álrisarnir sem þykjast axla „samfélagslega ábyrgð“ kjósa að vega að íslenskri sjómannastétt með því að skipta við siðblinda spekúlanta í ThorShip.“

Ennfremur segist Jónas, sem fulltrúi ITF, í eitt skipti þurft að fara með handarbrotinn sjómann á sjúkrahús vegna þess að skipafélag ThorShip hafði neitað honum um læknismeðferð. „Blessuðum manninum hafði verið vísað til skottulæknis í Hollandi og blöskraði íslenskum læknum meðhöndlunin sem hann hafði fengið.

[...]

Auðvitað er þessi myrkvaveröld í hróplegu ósamræmi við fögur fyrirheit álveranna. ThorShip nefnir ekki þessa gráu, skuggalegu veröld á heimasíðu sinni. Þeir segjast vera „snjallari“ og hafa öryggi og áreiðanleika í stafni. Öllu má nafn gefa en félagarnir á Selhellu eru snillingar í drullumixi svo sem dæmin sanna. Þeir og álrisarnir vega að öryggi þjóðarinnar með því að grafa undan íslenskri sjómannastétt.“

Frétt mbl.is: UTA fært á milli hafna

Frétt mbl.is: Gámarnir fluttir í annað skip

Frétt mbl.is: Flutningaskip kyrrsett vegna skulda

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert